HVAMMSTANGI INTERNATIONAL PUPPETRY FESTIVAL
  • Home
  • Festival Programme 2021
  • Covid-19
  • About Hvammstangi
  • Meet the Team
  • Contact
  • Heim
  • Dagskrá 2021
  • Covid-19 YFIRLÝSING
  • Um Hvammstanga
  • Hafa samband
  • Hótel Laugarbakki
  • Um skipuleggjendurna
  • Home
  • Festival Programme 2021
  • Covid-19
  • About Hvammstangi
  • Meet the Team
  • Contact
  • Heim
  • Dagskrá 2021
  • Covid-19 YFIRLÝSING
  • Um Hvammstanga
  • Hafa samband
  • Hótel Laugarbakki
  • Um skipuleggjendurna
Search

Velkomin á HIP Fest 2021! Við vonum að þú njótir viðburðanna sem í boði eru í ár. Við höfum gert okkar besta til að setja saman fjölbreytta hátíðardagskrá sem er full af leiksýningum, námskeiðum og kvikmyndasýningum fyrir alla aldurshópa. Vefst valið fyrir þér? Væri ekki hugmynd að kaupa hátíðarpassa og hafa aðgang að öllum viðburðum - og spara líka?! Kauptu miða hér.

Föstudaginn// 8. OKTÓBER

Picture

Smiðja: Litlar sögur fyrir litlar brúður - tveggja daga vinnustofa
​Kunuu Títeres (Paragvæ/Ísland)
​
8.  október: 10:00 - 12:00
9. október: 12:00 - 14:00
​
Sýning á afrakstrinum verður klukkan 17:00 þann
9. október. Þátttakendur hafa tíma til að stilla upp frá klukkan 16:00.
​
​Aldurshæfi: 6+
Staður: Stúdíó Handbendi

Þetta námskeið er kennt á ensku

Litlar sögur með litlum brúðum er tveggja daga vinnusmiðja sem er leidd af Tess Rivarola, en hún kemur til okkar frá Höfn en er fædd í Paragvæ. Vinnusmiðjan eru tveir tímar, í tvö skipti. Í fyrra skiptið búum við til sögu í kringum hlut sem börnin koma með sér að heiman og hönnum og gerum persónur og svið inni í pappakassa. Í seinni tímanum skreytum við kassann og æfum öll örleikritin. Í lokin deila allir þáttakendur örleikritunum sínum með öðrum þáttakendum, sem og fjölskyldu og vinum.​

Takmörkuð pláss í boði. Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.
​

Vertical Divider
Picture

Smiðja: Leikið að ljósi - skapað með skuggum
 Merlin
brúðuleikhús (Þýskaland/Grikkland)

8. október: 13:00 -14:30

​Aldurshæfi: 8+
​Running Time: 90 minutes​
Staður:  Stúdíó Handbendi
​Þetta námskeið er kennt á ensku



​

​Merlín leikhúsið kennir okkur hvernig má nota ljós til tjáningar í brúðuleikhúsi. Notaður er einfaldur efniviður og börnin vinna saman að sjónrænni miðlun. Í smiðjunni er samvinna allra nauðsynleg og allt rýmið verður mikilvægur hluti af lokaútfærslunni. 

Þáttakendur læra um hönnun og samsetningu brúðu og leikmyndar í skuggaleikhúsi, undirstöðuatri í meðferð og tækni, tilraunum með efnivið, ljós, skugga og hljóð. Að lokum verður sýning fyrir fjölskyldu og vini. 

Takmörkuð pláss í boði. Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.
Vertical Divider
Picture

Lambe Lambe kassa
​
Kunuu Títeres (Paragvæ/Ísland) 

8.  október: 16:00 - 20:00

Aldurshæfi:  Allur aldur
Staður
: Félagsheimili Hvammstanga

​

Teatro Lambe Lambe, leikhús fyrir einn, eða örbrúðuleikhús, rekur uppruna sinn til Brasilíu. Þetta er falleg og innileg nálgun á sviðslistir þar sem aðeins einn áhorfandi getur skoðað sýninguna hverju sinni í gegnum lítinn glugga á leikkassanum og heyrnartól. Hver sýning er um 3-4 mínútur. 

No advance booking required. Just pop by and experience a miniature world in a private show. ​
Picture

Gíraffi
Hop Signor (Grikkland)

8. október: 17:00 

​Aldurshæfi:  Allur aldur
Sýningarlengd: 50 mínútur
Staður: Félagsheimili Hvammstanga - Aðalsvið 

Hreyfingar, tónlist og ljós sameinast í sjónrænu og ljóðrænu verki þar sem menn, brúður og hlutir hafa samskipti og kanna tengsl sín á milli.

Gíraffi hefur unnið til 16 alþjóðlegra verðlauna frá því að sýningar hófust.

​
​
Vertical Divider
Picture
Picture

Landamæri
Cat Smits Company (Holland)

8. október: 20:00 

Aldurshæfi: 15+
Sýningarlengd: 55 mínútur
Staður:  Félagsheimili Hvammstanga - Aðalsvið
​

Næturbíó: Úrkynjaðar langanir viðrinisins Tarare
Waddle & Daub (UK)
​

8. október: 22:00
​

Aldurshæfi:  16+
Sýningarlengd: 90 mínútur
Staður: Hótel Laugarbakki - Grettissalur
​​​​

Verkið Landamæri fjallar um vald ríkisins, sem verndar suma og útilokar aðra. Þetta vald getur ekki verið til án þeirra sem því beita. Í hælisleitunarferlinu eru teknar stórar og hugsanlega hörmulegar ákvarðanir um líf fólks af ósköp venjulegu fólki sem glímir við eigin tilfinningar og skyldur. Þessi innri barátta er vakin til lífsins á áþreifanlegan hátt í verki Cat Smits sem verkur mann sannarlega til umhugsunar.
Vertical Divider
Ógnvekjandi kammerópera fyrir brúður sem byggð er á sannri sögu Tarrare viðrini, fransks byltingarnjósnara á 18. öld með óseðjandi lyst á lifandi köttum, snákum og einstöku afskornum útlimum. Þetta er einstök og skelfileg sýning frá einu sérstæðasta og hæfileikaríkasta unga brúðuleikhúsi Bretlands.

Að lokinni sýningu verður óformlegt spjall á barnum við höfundinn Tobi-Poster-Su.
Miðar

Laugardaginn​// 9. OKTÓBER

Picture

Yuto & tréð
Cezanne Tegelberg Company (Holland)

9. október: 10:00 - 14:00

​Aldurshæfi: 5+
Sýningarlengd: 30 mínútur
Staður:  Félagsheimili Hvammstanga - Niðri



Kannaðu völundarhúsið sem breytist stöðugt, fullt af töfrandi brúðum, skuggum og mögnuðum teikningum. Settu á þig heyrnartólin og láttu draga þig inn í söguna um óvenjulega vináttu drengs og trés. Þessi alltumlykjandi fjölskylduupplifun er byggð á margverðlaunuðu myndabókinni Ég gef þér hjarta mitt eftir Pimm van Hest og Sassafras de Bruyn.

Þessi sýning fer fram fyrir litlum hópum, sem eru ekki fleiri en 16 í, og eru bókaðir fyrirfram. Hver hópur upplifir 30 mínútna sýningu. Þú verður að velja þér tíma við miðakaup.
Vertical Divider
Picture

Bakkabræður
Kómediúleikhúsið (ísland)

9. október: 14:00

Aldurshæfi: 3+
Sýningarlengd: 40 mínútur
Staður: Félagsheimili Hvammstanga - Aðalsvið
​

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.






Vertical Divider
Picture

PolUK 1
Theatre MarionBrand (Pólland)

9. október: 16:00

Aldurshæfi:  All ages
Sýningarlengd: 30 mínútur
Staður: Félagsheimili Hvammstanga - Niðri
​

Hvað ef aðeins einn maður væri eftir í heiminum? Hann myndi klárlega leita að vini - það er augljóst. Brúðuleikur um síðasta manninn á jörðinni sem reikar um endalausa eyðimörkina í leit að merkingu tilveru sinnar.







​
Picture

Bíósýning: Vongóða skrímslið
Vongóða skrímslið (Bretland)

9. október: 18:00

​Aldurshæfi: Allur aldur
Sýningarlengd: 40 mínútur
Staðsetning: Sundlaugin á Hvammstanga
​

Sjónrænt leikhússtykki með frumsaminni tónlist eftir Michael Hyland. Mannshendur hreyfast, breytast og sameinast á óvenjulegan hátt og búa til óvæntar verur. Saga um að lifa af, og um baráttu, um tengingu og umbreytingu. Þróunarsagan sögð algjörlega með höndum.

Frítt fyrir sundlaugargesti.
Vertical Divider
Picture

Trúðahúsin
 Merlin brúðuleikhús (Þýskaland/Grikkland)

9. október: 20:00

Aldurshæfi: 15+
Sýningarlengd: 50 mínútur
Staður:  Félagsheimili Hvammstanga - Aðalsvið

Eitt hús, fimm íbúðir, og sex aðalpersónur. Kómískt-tragískir persónuleikar, sem lifa ömurlegu lífi sem þeir óttast ekki að missa, en óttast á hinn bóginn að lifa.

​Í gegnum skuggsæl herbergi Trúðahúsanna er einmannaleiki nútímamannsins sýndur; hús er líkast fangelsum, fólk sem er í ánauð rútínu sinnar og vana, fjarlægt frá draumum sínum.


Vertical Divider
Picture

Næturbíó: STRENGIR
 Anders Rønnow Klarlund (Danmörk)

9. október: 22:00
​
Aldurshæfi: 16+
Sýningarlengd: 90 mínútur
Staðsetning: Hótel Laugarbakki - Grettissalur

​

Sýning á þessari rómuðu brúðubíómynd á Hótel Laugarbakka - þið getið notið þægilegra stóla, góðra veitinga og kíkt á barinn. Svo er brúðuleikurinn í myndinni stórfenglegur líka.

Goðsöguleg saga um konungsson, Hal Tara, sem leggur af stað í ferð til að hefna dauða föður síns. Það kemur honum á óvart að hann uppgötvar sannleikann um þjóð sína - og þar sem hann síst býst við því - finnur hann sanna ást.
Miðar

Sunnudagurinn // 10. OKTÓBER

Picture

Önd, dauði, & túlípaninn
Brúðuleikhús Ljubjana (Slóvenía)

10. október: 11:00
​
Aldurshæfi: 3+
Sýningarlengd: 40 mínútur
Staðsetning: Félagsheimli Hvammstanga - Aðalsvið

Blíð blanda af lifandi leiklist, kvikun og skuggaleikhúsi, sem seiðir til sín börnin og vekur hjá þeim furðu, og er um leið varfærin hugkveikja um hverfuleika og varnarleysi lífsins.

Þessi margverðlaunaða skuggasýning var leikstýrt af ítalska leikstjóranum Fabrizio Montecchi, einum mesta meistara skuggaleikhússins.


Vertical Divider
Picture

Masterclass: Líkamleg listsköpun - Hlustaðu á fiðrildin í maganum
​Helga Arnalds (Island)

10. október: 12:00

Aldurshæfi: Hentar fagfólki og ástríðufullum áhugamönnum
Lengd: 90 mínútur
Staðsetning: Stúdíó Handbendi

​

Þegar unnið er með líkamlega listsköpun beinist athyglin að líkamanum og það er meðvitað skoðað hvernig við skynjum reynslu líkamlega. Þessi aðferð hjálpar okkur að staldra aðeins við og skapa þannig pláss fyrir nýja og óvænta möguleika.

Helga Arnalds, listrænn stjórnandi hins margfræga leikhópar 10 fingur, leiðir okkur í gegnum nálgun sína við listsköpun í spennandi nýjum masterclass.
Vertical Divider
Picture

Með höndum
El Patio Teatro (Spann)

10. október: 15:00

​Age Suitability: Allar aldur
Sýningarlengd: 40 mínútur
Staður:  Félagsheimili Hvammstanga - Aðalsvið


Með höndum er ástarsaga án orða sögð með terrakotta brúðum og hlutum, leikin af 4 höndum. Saga um lítil mistök, leirkerahjól, bolla sem andar, tvær ástríðufullar manneskjur, pínulítið leirverkstæði og fjórar hendur sem spila.

Hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna; Með höndum hefur verið lýst sem lítilli gjöf, „leikhússdemanti sem er einskonar lofgjörð um eldri handverksmann...“ eins og blaðamaðurinn Jonas Sáinz komst að orði.
Miðar
Copyright © 2020
  • Home
  • Festival Programme 2021
  • Covid-19
  • About Hvammstangi
  • Meet the Team
  • Contact
  • Heim
  • Dagskrá 2021
  • Covid-19 YFIRLÝSING
  • Um Hvammstanga
  • Hafa samband
  • Hótel Laugarbakki
  • Um skipuleggjendurna