Teatro Lambe Lambe, leikhús fyrir einn, eða örbrúðuleikhús, rekur uppruna sinn til Brasilíu. Þetta er falleg og innileg nálgun á sviðslistir þar sem aðeins einn áhorfandi getur skoðað sýninguna hverju sinni í gegnum lítinn glugga á leikkassanum og heyrnartól. Hver sýning er um 3-4 mínútur.
Orðið kunu´u í Guaraní vísar í umönnun, knús, dekur, væntumþykju.
Kunu'u Títeres varð til árið 2009 með það fyrir augum að fara með brúður inn á torg, íbúðahverfi, samfélagsmiðstöðvar, heilsugæslustöðvar og spítala til að styrkja samfélagsbönd með listum og manngæsku.
Leitin að nýjum tjáningarformum leiddi til samvinnu kvenna í leit að rými til að deila verkum sínum og upplifunum. Noelia Buttice, Tessa Rivarola og Carola Mazzotti komu saman og ferðalagið inn í Kunu´u drauminn hófst og fyrstu sýningarnar urðu til.
Leikfélagið hefur sannað sig sem þróunaraðila brúðusýninga í kringum samfélagsmál og réttindi stúlkna og drengja, hefur hvatt til opinnar umræðu um spillingu, stjórnmálaþáttöku kvenna, heimilisofbeldi og arðrán barna.