Með höndum er saga sögð með leir, saga lítillar persónu með mikla löngun til að flýja úr búðarglugga og frá þeim sem þar eru.
Þetta er ástarsaga, saga um lítil mistök, leirkerahjól, bolla sem andar, tvær ástríðufullar manneskjur, pínulítið leirverkstæði og fjórar hendur sem leika.
Brúðuleikhús Rioja El Patio fæddist af þeirri þörf að deila með áhorfendum mismunandi sögum úr daglegu lífi sem vekja áhuga þeirra, eða þeim er annt um og snerta þá djúpt. Þessar sögur eru þeim fyrirsláttur til að leita að eigin tungumáli til að segja sögur á sviðinu.
Með höndum er fyrsta sýningin þeirra. Því hefur verið lýst sem lítilli gjöf, gimsteini, dýrindis handverki... „leikhússdemantur sem er eins og lofgjörð til aldins handverksmanns sem líður kvalir“ í orðum blaðamannsins Jonas Sáinz.
"Lítil sýning að stærð, en sannur gimsteinn fullur af næmi, ljóðrænu og sjarma, með stórfenglegri brúðustjórnun og sviðsetningu“ Ferrán Baile-Portal Jovespectacle.cat. Annáll FETEN 2013
„Átakanleg, meyr, full af húmor, hinu óvænta, galdri og sorg... Lítið undur". Jónas Sáinz. DAGBÓK LA RIOJA 2012
VERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI OG FÁGAÐA BRÚÐUSTJÓRNUN IMPULS Hátíð 2015 (Búkarest, Rúmenía)
FESTIVAL KUSS 2015 (Marburg, Þýskalandi) BESTA SÝNING HÁTÍÐARINNAR
VALISE HÁTÍÐIN 2014 (PÓLANDI) VERÐLAUN FYRIR BESTA TÓLKUN
FIRA TITELES LLEIDA 2013: AUTONOMIES SPECIAL DRAC D'OR AWARD
FETEN 2013 VERÐLAUNIN: BESTA LITLA SÝNINGIN
ENCINART HÁTÍÐIN 2012: ÁHORFENDAVERÐLAUN FYRIR BESTU SÝNINGUNA