POP!
Tiny Light Theatre (UK)
Það er baðferð! Slástu í för með Ebb og Flo og baðöndunum þeirra meðan þær skvetta og skvampa og busla sig hreinar áður en þær fljóta upp í næturhimininn í náttfötunum. Angurvær og gagnvirk kynning á leikhúsinu fyrir ungabörn og leikskólakrakka.
“Frábær leið til að kynna leikhús fyrir litlum manneskjum”
“Bravó! Eins og hugleiðsla fyrir smábörn!" “skilvitlegt og fyrir alla - töfrandi"
Tiny Light er með bækistöðvar í Oxford á Englandi og framleiðir verk fyrir ungabörn og leikskólakrakka. Stofnað 2013 af leikurunum Ceri Ashcroft og Önnu Tolputt og fyrstu sýningarnar voru gerðar í gegnum Hatch og First's framleiðslugáttir Little Angel Theatre leikhússins í London, og í framhaldinu varð hópurinn tekinn inn í Spark verkefnið hjá Pegasus leikhúsinu í Oxford. Sýningar þeirra hafa farið leikferðir um hátíðar, leikhús hinna dreifðari byggða Bretlands og nýjasta sýning þeirra fyrir ungabörn og leikskólakrakka, SNJÓR, var þróuð á Hvammstanga árið 2020 undir hatti móttöku alþjóðlegra gestalistamanna hjá Handbendi Brúðuleikhúsi.
Copyright © 2020