Ógnvekjandi kammerópera fyrir brúður sem byggð er á sannri sögu Tarrare viðrini, fransks byltingarnjósnara á 18. öld með óseðjandi lyst á lifandi köttum, snákum og einstöku afskornum útlimum. Í Úrkynjuðum löngunum viðrinisins Tarare koma fram yfir tuttugu brúður, karlkyns sópran, snilldar tónlistarfólk og æsispennandi sérsamin tónlist eftir hinn alþjóðlega virta píanóleikara og tónskáld, Tom Poster. Sögð er sönn saga manns sem leitaðist við að vera mannlegur í heimi sem sér hann sem skrímsli. Skelfileg, bráðfyndin og undarlega falleg, þetta er einstök og áhrifarík sýning frá einu sérstæðasta og hæfileikaríkasta unga brúðuleikhúsi Bretlands.
“Þetta er ekki bara brúðuleikur í hæsta gæðaflokki, heldur líka verk í fremstu röð sjónhverfinga leikhússins... Þetta er ungt brúðuleikhús sem skilur til fulls möguleika miðils síns og eigin vald til að nota þá. Ekki missa af þeim. “- Critics Circle ★★★★★
„Ekkert þessu líkt hefur sést á leiksviðunum í London áður... Úrkynjaðar langanir viðrinisins Tarare er sjúklegt leikhús og ópera, svo byltingarkennt að það krefst áhorfs “ - Grumpy Gay Critic „Ásækið... magnþrungið... tilfinningalegur þungi sýningarinnar, sem er lítil umfangs en með mikla nærveru, býr aðallega í brúðunum, sem fá svo þokkafulla meðhöndlun hjá Tobi Poster og Aya Nakamura“-The Times ★★★★★
„Afar áhrifamikil sönn saga, fallega sögð með gotnesku ívafi... ekki missa af þessu“ - The Review Hub „Yfirfull af stórkostlegum brúðuleik og tónlist, sprellandi af ljómandi leik og rík af tilfinningum og furðu öflugri persónusköpun, þessi hrollvekjandi, hjartanístandi kammerópera er töfrandi veisla fyrir augu og eyru “ - A Younger Theatre
Kammerópera eftir Tom Poster & Tobi Poster-Su Leikstjóri Sita Calvert-Ennals Skapandi leikstjóri brúðuleiks // Laura Purcell-Gates Story í samvinnu við Hattie Naylor Tónlistarstjóri // An-Ting Chang Framleiðsluhönnun // Rebecca Wood Ljósahönnun // Mark Parry Brúðuhönnun // Wattle and Daub með Emma Powell Brúðusmiðir // Emma Powell með Nicholas Willsher Flytjendur // An-Ting Chang, Daniel Holm, Michael Longden, Aya Nakamura, Tobi Poster-Su, Katy Rowe (Justin Willman frumslutti) Sviðsstjórnun // Pippa Kay, Hannah Phillips Framleiðslustjórnun // Nic Prior Framleiðendur Ellie Harris, Christina Poulton og Puppet Place