Yuto & tréð Cezanne Tegelberg Company (Netherlands)
Yuto litli fær lítinn trékassa gefins frá gömlum manni í búð. „Þessi kassi inniheldur allt sem þú þarft“, segir hann. En kassinn opnast ekki. Daginn fyrir sjöunda afmælið sitt dreymir Yuto um gamla manninn. Þegar hann vaknar er kassinn opinn og Yuto finnur fræ sem lítur út eins og hjarta. Hann plantar fræinu og tré byrjar að vaxa. Saman verða þau stór.
Saga um að hlusta með hjartanu og vera aldrei einn í raun. Um að stækka og eldast, og um að vita hvenær tíminn er kominn til að fara.
Sökktu þér niður í heillandi heimi Yuto & trésins þegar þú skoðar síbreytilegt völundarhús með töfrandi brúðum, skuggum og áhrifamiklum teikningum. Settu á þig heyrnartólin og láttu draga þig inn í söguna um óvenjulega vináttu drengs og trés. Þessi fjölskylduupplifun er byggð á margverðlaunuðu myndabókinni Ég gef þér hjarta mitt eftir Pimm van Hest og Sassafras de Bruyn.