Plain Bob
Noisy Oyster (Bretland)
Bara Bob er saklaus og hugljúf sýning án orða sem nýtir látbragsðleik, tónlist og hljóðmynd. Fyrir augum áhorfenda er heimur Bob skapaður undir regnhlíf, úr ferðatöksum og regnkápu. Heppnum áhorfendum er svo boðið upp á svið til að aðstoða Bob við sín einföldu viðfangsefni.
Bara Bob var sigurvegari í flokki götusýninga og tilnefnd sem besta barnasýningin á Heimsbrúðuhátíðinni í Indónesíu. Bara Bob hefur líka verið sýndur í Tékklandi, Danmörku, Austurríki, Spáni, Rúmeníu, Sarajevó, Kólumbíu, Mexíkó, Suður-Kóreu, Víetnam og Taílandi. Það er okkur sönn ánægja að bjóða Bob velkominn til Hvammstanga.
Bara Bob var sigurvegari í flokki götusýninga og tilnefnd sem besta barnasýningin á Heimsbrúðuhátíðinni í Indónesíu. Bara Bob hefur líka verið sýndur í Tékklandi, Danmörku, Austurríki, Spáni, Rúmeníu, Sarajevó, Kólumbíu, Mexíkó, Suður-Kóreu, Víetnam og Taílandi. Það er okkur sönn ánægja að bjóða Bob velkominn til Hvammstanga.
„..fangar breska sjarmann… Nik Palmer hefur góða sýn á og tilfinningu fyrir áhorfendum sínum, sérstaklega börnum, sem verða þáttakendur í sögunni, og þegar sýningunni lýkur ferðu dansandi og syngjandi út í rigninguna“ Cordula Nossek, Internationale Puppentheatertage Mistelbach, Austria.)
Noisy Oyster er frá Bretlandi og leikhús þeirra Nik Palmer og Sarah Rowland-Barker. Nik er sonur Ray og Joan DaSilva, en þau voru stofnendur brúðuleikhússins í Norwich og DaSilva Puppets. Hann fór að leika sér að brúðum á barnsaldri og er nú margverðlaunaður brúðulistamaður. Nik vann við brúðuleikhúsið í Norwich til fjölda ára og svo, eftir veru í Lecoq látbragðsleiksskólanum, stofnaði hann Parachute leikhúsið sem í 20 ár stóð fyrir leiksýningum og stórum samfélagsviðburðum. Nik nýtir hæfileika sína fyrir Noisy Oyster sem hönnuður, brúðugerðarmaður, tónskáld, tónlistarmaður og ljósmyndari.
Sarah Rowland-Barker hefur leikið og leitt vinnusmiðjur í meira en 25 ár. Sarah er með MBBO í klassískum dansi og tók í framhaldinu háskólapróf í dansi og sálfræði. Eftir frekara nám í National Centre for Circus Skills and Performing Arts, hóf Sarah störf í leikhúsi, götuleik, í sjónvarpi og á leikferðum með Snapdragon Circus og No Fit State Circus.
Síðan að þau stofnuðu Noisy Oyster árið 2006 hafa Nik og Sarah skapað og sýnt fjölda brúðusýninga af ýmsum gerðum í leikhúsum og á hátíðum víðsvegar um heiminn, auk þess að sýna reglulega á vinsælum ferðamannastað fyrir fjölskyldur, Center Parcs. Árið 2009 voru Noisy Oyster ráðin af Borgarsafni Bristol til að skapa og sýna skuggasýningu í kínverskum stíl, en sú sýning fékk nafnið Api. Leikhúsið hefur notið alþjóðlegrar hylli með Bara Bob, en sýningin hefur verið flutt í Tékklandi, Austurríki, Rúmeníu, Spáni, Danmörku, Bosníu, Taílandi, Mexíkó, Suður-Kóreu, Kólumbíu, Víetnam (þar sem Nik sat einnig í dómnefnd) og í Indónesíu, þar sem sýningin vann til verðlauna sem besta götusýningin á Heimshátíð brúðuleiksins, og var einnig tilnefnd sem besta barnasýningin á sama stað.
Sarah Rowland-Barker hefur leikið og leitt vinnusmiðjur í meira en 25 ár. Sarah er með MBBO í klassískum dansi og tók í framhaldinu háskólapróf í dansi og sálfræði. Eftir frekara nám í National Centre for Circus Skills and Performing Arts, hóf Sarah störf í leikhúsi, götuleik, í sjónvarpi og á leikferðum með Snapdragon Circus og No Fit State Circus.
Síðan að þau stofnuðu Noisy Oyster árið 2006 hafa Nik og Sarah skapað og sýnt fjölda brúðusýninga af ýmsum gerðum í leikhúsum og á hátíðum víðsvegar um heiminn, auk þess að sýna reglulega á vinsælum ferðamannastað fyrir fjölskyldur, Center Parcs. Árið 2009 voru Noisy Oyster ráðin af Borgarsafni Bristol til að skapa og sýna skuggasýningu í kínverskum stíl, en sú sýning fékk nafnið Api. Leikhúsið hefur notið alþjóðlegrar hylli með Bara Bob, en sýningin hefur verið flutt í Tékklandi, Austurríki, Rúmeníu, Spáni, Danmörku, Bosníu, Taílandi, Mexíkó, Suður-Kóreu, Kólumbíu, Víetnam (þar sem Nik sat einnig í dómnefnd) og í Indónesíu, þar sem sýningin vann til verðlauna sem besta götusýningin á Heimshátíð brúðuleiksins, og var einnig tilnefnd sem besta barnasýningin á sama stað.
Copyright © 2020